11.apríl 2010 - Enginn hefur sagt neittOsqvik

Að venju verður haldið til Oskviq á vordögum. Við ætlum að gera eins og á síðasta ári og hafa aðalfund FÍNS að kvöldi 17. þar sem ný stjórn verður kosin. 

Þetta verður 17.apríl nk. og verður þetta mjög svipuðu móti og venjulega. Við sameinumst öll saman í Slussen og tökum strætó uppeftir. Annars verða þetta bara fastir liðir eins og venjulega: sána, grill, varðeldur, sundsprettur (fyrir hugaða), leikir, bjór og brennsi. Vorið ætti að vera komið í full swing um þetta leyti og ekki von á öðru en blíðskapar veðri.

 

BÍLL OG STRÆTÓ:

ATH! Við erum búin að leigja station bíl sem verður mættur uppí slussen (fyrir utan mcdonalds) kl 13:30 og fer frá slussen 14:00 þannig að þeir sem vilja nýta sér bílinn geta mætt og hent draslinu inní hann áður en þeir halda af stað í strætóferðalagið.

Strætóferðalagið er frá Slussen til Skeviksstrand (Värmdö), hægt að skella þessu inní sl.se en annars er hugmyndin að við förum öll saman í strætó 474  (mot Hemmesta) kl 14:07 frá Slussen, skiptum svo í Gustavsberg centrum yfir í 424H mot Norra Lagnö og endum á Skeviksstrand kl. 14:43 eða eins og sl myndi orða það:

Ta blåbuss 474 från Slussen mot Hemmesta.

Den går från Slussen 14:07 

och kommer till Gustavsbergs centrum 14:35.

 

Vid Gustavsbergs centrum byter du till anslutande buss 424H mot Norra Lagnö.

Den går från Gustavsbergs centrum 14:35.

Du är framme vid Skeviksstrand 14:43.

Restid 36 minuter.

Trevlig resa

Og núna þýðir ekkert að missa af strætó því hann fer á 2 tíma fresti!!! Þannig að næsta ferð er ekki fyrr en 16:17 frá slussen!!

 

TAKA MEÐ:

Það sem koma þarf með eru:

- sængur og kodda/svefnpoka (lak)

- (grill-) mat

- sundföt og handklæði

- drykkjarföng

 

BORGUN:

Skráningargjald :100 SEK/mann

Leggja inná Ålandsbanka:Förening för isländska studenter i sthlm. Bankkonto: 2310 00 448 84

sem þarf að vera greitt í síðasta lagi mið 14.apríl nk

Vinsamlegast hafið samband við Frímann (gjaldkerann) ef einhver vandamál koma upp.

MUNIÐ AÐ SKRIFA NAFN Í "MEDDELANDE"

 

Sjáumst

kv Stjórnin

 

23.mars 2010 - Enginn hefur sagt neittOnsdag

Onsdag, mið 31.mars, í Allhuset svona áður en við skellum okkur í páskafrí!

T-Universitetet og munið, ódýrara inn og tilboð á barnum fyrir kl 21!

kv Stjórnin

16.mars 2010 - Enginn hefur sagt neittSkattaleg heimilisfesti

 

Upplýsingar í sambandi við skattaskýrsluna:

Þið námsmenn sem ætlið að sækja um "skattalega heimilisfest" þurfið að senda staðfestingu á skólavist, sem er bara intyg-ið sem þið fáið á netinu, og svo þarf að senda upplýsingar um tekju(leysi) ykkar hérna í Svíþjóð. Það blað fær maður í Skatteverket og heitir "preliminärt skattebesked" og þarf að STIMPLAST af Skatteverket. Fyrir þá sem vilja frekari upplýsingar og sjá afrit af þessu blaði geta sent mér skeyti.

kv Ritari (Theódóra)

03.mars 2010 - Enginn hefur sagt neittÁrshátíð Íslendingafélagsins í Stokkhólmi

Góðir hálsar. Vinir okkar í Íslendingafélaginu munu halda árshátíð sína þann 20. mars og hvetjum við skemmtanaglaða námsmenn til að mæta.

* Hvenær: laugardaginn 20. mars kl. 18

* Hvar: Fellows, Brunnsgatan 6, Östermalm

* Verð: 450 kr fyrir félaga og námsmenn, 600 kr. fyrir aðra.

* Veislustjóri: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, leikkona, grínari og
uppistandari með meiru

* Fram munu koma: Friðrik Ómar júróvisjón sjarmör og Halla Vilhjálmsdóttir,
söng- og leikkona. Eftir borðhald mun hinn frábæri DJ Aronsky sjá um að
þeyta skífum fram til kl. 01.30.

* Í boði: Fordrykkur og glæsilegt hlaðborð undir karabískum áhrifum

* Barinn býður upp á allt það helsta og heitasta á markaðnum

Miðafjöldi er takmarkaður, tryggðu þér miða með því að leggja inn á reikning
Íslendingafélagsins: Plusgiro 40 39 35-0. Gefðu upp nafn og fjölda miða. Að
sjálfsögðu má greiða félagsgjöldin samtímis: 150 kr. eða 250kr. fyrir
fjölskyldu.

Húsið er lokað meðan á borðhaldi stendur, frá 19:00 – 22:00, og eftir það

kostar miðinn 250 kr.

28.febrúar 2010 - Enginn hefur sagt neittOnsdags

Þá er kominn tími á Onsdags. Við ætlum að hittast núna á miðvikudaginn, þann 3. mars, í Allhuset við SU. Mæting um 20, við minnum á að fyrir klukkan 21 kostar stor stark 19 krónur og aðgangseyrir er 10 krónur. Eftir 21 hækkar verðið lítillega bæði á bjór og aðgangi svo það er um að gera að mæta tímanlega.

31.janúar 2010 - Enginn hefur sagt neittSkíða/bretta ferð

Kæru skíða/bretta áhugamenn

FÍNS ætlar að skella sér í Kungsberget með ritara (TB) og gjaldkera (FVS) í broddi fylkingar. Við erum að tala um sunnudaginn 14.febrúar.

Myndum sem sagt leigja bíl á lau kvöldinu leggja af stað eldsnemma á sunnudagsmorgni og vera komin aftur í bæinn um kvöldmatarleytið. Þeir sem vilja geta tekið með sér áfengi og haldið mini-Apri-ski í bílnum á leiðinni heim. Það tekur rúmlega tvo tíma að keyra aðra leið og svæðið opnar kl 09:30 og lokar 16.

Þeir voru að opna nýjan SnowPark fyrir hoppu-bretta/skíða fólkið

Hægt er að leigja allan búnað á staðnum (270 SEK fyrir skíðapakkann og 320 SEK fyrir brettapakkann).

Heildarpakkinn á mann yrði á bilinu 500-800 SEK með öllu inniföldu (þeas. bíll, bensín,skíðapassi og leiga á útbúnaði). Yrði nær 500 SEK ef enginn búnaður er leigður.

Getið kíkt á www.kungsberget.se til að skoða þetta nánar

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að melda sig á facebook viðburðinn sem búið er að búa til fyrir þeta.


kv Stjórnin

Næstu atburðir FÍNS

 

Hafa samband

Tillögur, upplýsingar, fyrirspurnir eða hvað sem er. Sendu okkur skilaboð: Póstfangið okkar er: fins@namsmenn.se

Smáauglýsingar

28/04 2010
Herbergi óskast

Herbergi óskast í Stokkhólmi júní júlí og ág...

26/07 2009
Áttu pláss í gámi?

Við erum par á leið til Stokkhólms til að stunda nám við KTH. E...

24/07 2009
Herbergi/íbúð óskast frá miðjum ágúst

25 ára doktorsnemi í hagfræði við Stockholm School of Economics ó...

13/07 2009
Íbúð/herbergi óskast til leigu

32 ára meistaranemi við Stokkhólmsháskóla óskar eftir í...

13/06 2009
Íbúð óskast

Par (34 ára) með 2 börn (1 árs og 8 ára) óskar eftir íb&...

04/06 2009
Herbergi til leigu í júlí og ágúst

Er að leigja út hergergið mitt í tvíbýlisíbúð ...